Tíu kvartanir til embættis landlæknis vegna matsmanna í forsjármálum

Tíu mæður hafa nú sent kvörtun til embættis landlæknis vegna ófaglegra vinnubragða og hlutdrægni sálfræðinga sem taka að sér hlutverk dómkvaddra matsmanna og sérfróðra meðdómsmanna í forsjármálum. Um er að ræða þrjá sálfræðinga, þau Guðrúnu Oddsdóttur, Rögnu Ólafsdóttur og Gunnar Hrafn Birgisson sem í mati sínu saka mæður um að vera lygasjúkar, jafnvel með falskar minningar og skamma þær fyrir að kalla sig þolendur ofbeldis. Allar þessar kvartanir eru hér meðfylgjandi. 

 Fjórar kvennanna hafa þegar sagt sögu sína og fimm konur stíga nú fram undir nafni, þær Angelika Dedukh en DV fjallaði um málið hennar nýverið, Bryndís Ásmundsdóttir sem sagði sögu sína í Eigin Konum, Helga Agatha Einarsdóttir sem sagði sögu sína í Eigin Konum, Helga Sif Andrésdóttir sem sagði sögu sína í Eigin Konum, Andrea Splidt Eyvindsdóttir og Melkorka Þórhallsdóttir. 

 Kvartanirnar snúa að afglöpum sálfræðinganna í störfum sínum þar sem þau líta fram hjá mikilvægum gögnum sem sýna vanrækslu og ofbeldi, að framkomu matsmanna við mæður og/eða börn þeirra sem og vinnubrögðum matsmanna við forsjárhæfnimat. Í öllum málunum má finna þann samnefnara að umræddir sálfræðingar taka ekki tillit til ofbeldis sem mæður og börn greina frá, og gögn sýna fram á, og gerast hlutdrægir með föður sem hafnar því eða neitar að hafa beitt ofbeldi. 

 Aðkoma matsmanna hafði í öllum tilvikum ráðandi áhrif á ákvörðun dómara um forsjá en í þremur málanna var niðurstaðan sú að móðir var svipt forsjá yfir barni sínu, eftir að hafa greint frá ofbeldi föður, og barn fært alfarið í forsjá hans. Í öðrum málum var lögheimili fært til föður, dæmd sameiginleg forsjá og börn skikkuð í mikla umgengni við hættulegar aðstæður. 

 Fyrsta kvörtunin var send til embættis landlæknis þann 26. ágúst 2021. Enn hefur ekki fengist nein niðurstaða varðandi þá kvörtun og því nokkuð ljóst að þolendur ofbeldis geta hvorki treyst á að yfirvöld hafi faglegt eftirlit með störfum matsmanna né reitt sig á inngrip yfirvalda í ófagleg vinnubrögð sem leiða til íþyngjandi dómsniðurstöðu. 

 Hluti kvennanna hefur einnig sent inn kvörtun sama efnis til siðanefndar Sálfræðingafélags Íslands. En nefndin tekur ekki afstöðu til kvartana meðan dómsmál eru í gangi, og því er ekki von á inngripi þaðan inn í atburðarás sem hefur óafturkræf áhrif á líf barna. Þá hefur einni af kvörtunum mæðranna vegna vinnubragða og framkomu Rögnu Ólafsdóttur nú þegar verið vísað frá siðanefndinni. Vert er að taka fram að einn þeirra matsmanna sem kvartað er yfir, Guðrún Oddsdóttir, situr í siðanefnd Sálfræðingafélags Íslands.

 Að mati umræddra kvenna er ljóst að fullrar fagmennsku hefur ekki verið gætt í störfum ofangreindra matsmanna og ekki tekið tillit til allra gagna málsins, sérstaklega er varðar ítarlegar frásagnir og gögn um ofbeldi. Þá er ómetið það óbætanlega tjón sem það veldur börnum að vera færð í hendur ofbeldismanna og að vera ekki trúað þegar þau greina frá ofbeldi. 

 Fjárhagstjónið er í sumum tilvikum verulegt, en dæmi er um að móðir sé knúin til að fara af stað í forsjármál vegna vanrækslu og ofbeldis föður en sitji uppi með kostnað hátt í 20 milljónir króna. Útlagður kostnaður vegna matsgerða hleypur á 2-5 milljónum króna og í mörgum málum er óskað eftir yfirmatsgerð. Þó að hægt sé að sækja um gjafsókn mega hámarkslaun vera mjög lág til þess að fá það samþykkt. 

 Líf án ofbeldis lýsir yfir þungum áhyggjum af grafalvarlegri stöðu barna og mæðra í forsjármálum á Íslandi þar sem ofbeldi kemur við sögu. Konurnar eru allar félagsmeðlimir í samtökunum Líf án ofbeldis og þær og/eða börn þeirra eru þolendur ofbeldis af hálfu föður. Í stað þess að taka tillit til ofbeldis sem greint er frá, og skylda er að taka tillit til samkvæmt barnalögum, eru mæður og börn látin gjalda fyrir það í málunum að leggja fram gögn og vitnisburði sem staðfesta ofbeldi með beinum og óbeinum hætti. Samtökin benda á að umboðsmaður barna á Íslandi beindi því til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Barnasáttmálans, árið 2011 að brýnt sé að auka vernd barna gegn ofbeldi þegar teknar eru ákvarðanir um forsjá og umgengni. Ekkert hefur hins vegar breyst á þessum 11 árum. Vegna alvarleika kvörtunarefna mæðranna og fjölda kvartana um sömu matsmennina, sjá þær ekki aðra kosti í stöðunni en að senda yfirlýsingu þessa á fjölmiðla, með stuðningi félagasamtakanna Líf án ofbeldis.

 Við minnum á að stjórnvöldum ber skylda til að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að vernda börn gegn ofbeldi. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 er eftirlit með heilbrigðisstarfsfólki í höndum landlæknis. Við treystum því að brugðist verði við kvörtunum í samræmi við tilgang laga og að ráðherrar málaflokkanna, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra grípi til nauðsynlegra ráðstafana til að efla eftirlit með fagmennsku sálfræðinga í forsjármálum og tryggja að fagleg þekking sé til staðar. Heilbrigðisvísindin eru komin miklu lengra í að viðurkenna þekkingu á afleiðingum ofbeldis á börn en mat sálfræðinganna gefur til kynna, réttast væri að mat á ofbeldishættu og ofbeldi væri sett í forgang í sérfræðimati og að áhrif þess á barn væri ávallt kannað með faglegum hætti. 

 Stutta samantekt um efni hverrar kvörtunar má sjá hér að neðan, en kvartanirnar í heild sinni eru neðst:

 

  1. Kvörtun Angeliku Dedukh, dags 24. mars 2022 vegna Rögnu Ólafsdóttur og Guðrúnu Oddsdóttur sem komu að forsjármáli sem yfirmatsmenn:

Faðir hlýtur refsidóm fyrir ofbeldi gegn bæði móður og barni í héraði. Dómur fyrir ofbeldi gegn barninu var staðfestur í Landsrétti en yfirmatsmenn leggja sig fram um að afsanna allar ásakanir móður um ofbeldi gegn börnum á heimilinu. Matsmenn gera lítið úr frásögn barnsins sem varð fyrir ofbeldi föður, láta í ljós að drengurinn sé með flöktandi augnaráð, sem eigi að vísa til þess að barnið sé ekki að segja satt. Meðfylgjandi kvörtun er vottorð um augnsjúkdóm barnsins sem veldur flöktandi augnaráði. Yfirmatsmenn komast að þeirri niðurstöðu að móðirin sé fégráðug og búi til frásagnir um ofbeldi til að græða pening.

2.    Kvörtun (nafnlaus) vegna Guðrúnar Oddsdóttur til embættis landlæknis dags. 25. mars 2022:

 Faðir er metinn hæfari til forsjár þrátt fyrir vanrækslu og hafa ítrekað komið í veg fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir börnin. Alvarlegasta vanræksla matsmanns er að hún lítur alfarið framhjá alvarlegum veikindum annars barnsins og sterkum vilja þess um að hafna samskiptum við föður. Faðir kom í veg fyrir heilbrigðisþjónustu við barnið með skriflegum hótunum og ógnandi framkomu, auk þess að nema yngra barnið á brott og halda því frá móður og systkini í marga mánuði án nokkurra skýringa. Þrátt fyrir staðfestar frásagnir barnanna af líkamlegu ofbeldi föður og ótal tilkynningar t.d. heilbrigðisstarfsmanna og löggæsluaðila um ofbeldið, er litið framhjá því með öllu.

 

3.    Kvörtun (nafnlaus) til embættis landlæknis dags. 24. apríl 2022 vegna Guðrúnar Oddsdóttur:

 Faðir gengur hart fram svo árum skiptir að þvinga barnið sitt í umgengni við sig gegn vilja þess. Þegar barnið er aðeins fjögurra ára gamalt segir hann frá því að faðir hans hafi kýlt hann í höfuðið og hann sé hræddur við hann. Alvarlegasta vanræksla matsmanns er barnið fær ekki að njóta vafans en Guðrún Oddsdóttir neitaði að trúa frásögn barnsins af ofbeldi, þegar fyrir liggur greinargerð frá öðrum sálfræðingi sem taldi frásögn barnsins trúverðuga og barnið hitti reglulega í marga mánuði. Móðir hefur neyðst til þess að flýja land vegna áralangra ofsókna föður með hjálp kerfisins, en hann hefur nú stefnt henni fyrir að taka barnið með sér erlendis. 

 

4.    Kvörtun Andreu Splidt Eyvindsdóttur vegna Guðrúnar Oddsdóttur til embættis landlæknis dags. 30. apríl 2022:

 Matsmaður kennir móður um kvíða barnsins sem augljóst er að tengist ofsóknum og stjórnun föður en andstaða barnsins við umgengni hófst þegar faðir faðir frelsissvipti barnið í marga sólarhringa sem refsingu við því að vilja vera meira hjá móður. Móðir greinir matsmanni frá andlegu, kynferðislegu og fjárhagslegu ofbeldi sem faðir beitti hana, auk líkamlegs ofbeldis í eitt skipti, sem hún telur ekki að hafi nein áhrif á forsjárhæfni föður. Barnið tjáir markaleysi föður gagnvart henni en matsmaður segir ekkert óeðlilegt við að faðir kyssi barnið á munninn því hún sjálf eigi frænkur á Vestfjörðum sem gera það. Matsmaður trúir ekki barninu og segir hana hafa búið sér til minningu um ofbeldi en rökstyður ekki þá skoðun. Samt segir hún að barnið hafi aldrei sagt frá ofbeldi en líka að atvik hafi átt sér stað þegar barnið var mjög ungt og því geti hún ekki munað eftir þeim sjálf. 

5.    Kvörtun Melkorku Þórhallsdóttur til embættis landlæknis vegna aðkomu Guðrúnar Oddsdóttur að forsjármáli sem sérfróður meðdómari, dags. 19. apríl 2022:

 Í máli þar sem Guðrún Oddsdóttir var sérfróður meðdómsmaður spyr hún móður hvort hún gangi út frá því að eiga barnið ein, þar sem lítið var gert úr barnaverndarlaga brotum föður. Forsjárhæfni móður þótti mun betri en föður og fram kom löng saga hans um ofbeldi en fyrir dóminum var samt gengið út frá því að sambandið hefði verið “stormasamt” og ekki hægt að skera úr um hver bæri ábyrgð á því. Árið 2019 hafði þó annar dómari séð ástæðu til að dæma um umgengni við föðurinn, undir eftirliti en eitthvað breyttist þegar Guðrún kom að málinu sem faglegur meðdómari.

 

6.    Kvörtun Helgu Agöthu Einarsdóttur vegna Guðrúnar Oddsdóttur til embættis landlæknis dags. 14. apríl 2022:

 Matsmaður lítur framhjá og gerir lítið úr áratuga langri sögu föður um ofbeldi og afbrot sem hann hefur hlotið dóma fyrir en lætur í ljós að andfélagsleg hegðun og neysla móður sé eitthvað í líkingu við sögu föður. Samt hefur móðir aldrei gerst brotleg við lög með ofbeldishegðun en faðir ítrekað fengið dóma og setið inni, auk þess að hafa veitt móður slíka áverka að hún lá inni á spítala vegna þeirra. Barnið hefði getað endað móðurlaust ef árásirnar hefðu gengið örlítið lengra, en matsmaður gerir nánast engar athugasemdir við alvarlegt ofbeldi mannsins og virðist hissa á því að samstarfið hafi ekki gengið vel á milli foreldranna. Matsmaður hló að móður þegar hún lýsti frásögn sinni af mjög alvarlegu ofbeldi.

 

7.    Kvörtun (nafnlaus) vegna Rögnu Ólafsdóttur til embættis landlæknis dags. 28. apríl 2022 og siðanefndar Sálfræðingafélags Íslands dags. 5. maí 2022:

 Matsmaður notast við persónuleikapróf sem hafa mjög mikið vægi í -niðurstöðukafla. Í niðurstöðum þessara prófa er látið í ljós að móðir sé vænissjúk, en matsmaður tekur ekkert tillit til þess að ég segist vera þolandi ofbeldis og með áfallastreituröskun, sem í eðli sínu lýsir sér í því að vera stöðugt hrædd og á varðbergi. Einnig kemst hún að þeirri

niðurstöðu að faðir hafi aldrei reynt að koma í veg fyrir samskipti barns við móður og að móðir ein beri ábyrgð á tengslarofi við barnið, en vísar ekki í neitt máli sínu til stuðnings. 

 

8.    Kvörtun (nafnlaus) til embættis landlæknis dags. 31. mars 2022  og Siðanefndar Sálfræðingafélags Íslands dags. 04. júní 2020 vegna starfa Rögnu Ólafsdóttur sem matsmanns í forsjármáli: 

 Matsmaður kemur fram við móður eins og um brot af hennar hálfu sé að ræða og sakar hana um að valda dóttur sinni og barnsföður skaða með að leyfa ekki eftirlitslausa umgengni við hann þegar grunur er um kynferðisbrot hans gegn barninu. Matsmaður hafnar yfirlýsingum frá tveimur systrum föður um kynferðisbrot hans gegn þeim og telur aðra frásögnina ótrúverðuga þar sem barnið 13 ára hafi ekki sagt mömmu sinni frá.  Faðir mælist klíniskt hátt á “psychopathic deviate scale” en það hefur Ragna til marks um sjálfshatur hans, þar sem hann eigi enga sögu um andfélagslega hegðun, maður sem hefur sjálfur viðurkennt kynferðisbrot gegn barni og er sakaður um að brjóta gegn tveimur öðrum börnum. Samhliða því segir hún móður dramatíska og athyglissjúka og að hún mistúlki orð dóttur sinnar um að hana klæjaði í píkunni því "pabbi skegg kitlar" og "ekki nota marga putta" þegar hún ætlaði að skipta á henni. Til að staðfesta að eðlilegt sé að faðir fái ítrekað holdris í návist barnsins notast matsmaður við þráð á Reddit sem heimild og þvagfæraskurðlæknis. 

 

9.    Kvörtun Helgu Sifjar Andrésdóttur dags. 31. mars 2022 til embættis landlæknis vegna Rögnu Ólafsdóttur sem matsmanns í forsjármáli:

Móðir dregur í efa að það sé hlutverk matsmanns í forsjármáli að þvinga fram umgengni barns við foreldri gegn vilja þess, sem Ragna gerir. Matsmaður hafði vitneskju um alvarlegan og sársaukafullan sjúkdóm barnsins sem bregst illa við streitu og álagi, en tók ekkert tillit til þess. Börnin hafna eindregið umgengni við föður en Ragna segir við annað að faðir sé einn púslubiti fjölskyldunnar og að henni mun aldrei líða eins og hún sé heil ef hún hafnar umgengni við föður sinn, og tjáir henni að það hafi verið henni sjálfri erfið reynsla að rjúfa tengsl við sinn eigin föður í æsku. Matsmaður spyr barnið líka hvort henni finnist ekki undarlegt að móðir hennar hafi ekki stoppað ofbeldishegðun föður. Elsta barnið sem lýst hafði langvarandi ofbeldi föður á heimilinu og hafði gert tilraun til að svipta sig lífi vegna þeirra aðstæðna sem hann bjó við var aldrei kallaður í viðtal. Ragna sagði hann einfaldlega ekki koma þessu máli við, þar sem þau eru ekki alsystkini. Geðlæknir hans frá BUGL var fenginn til þess að skrifa skýrslu vegna elsta barnsins og leggja inn í matið, en þegar kemur að því þá neitar matsmaður að taka við skýrslunni. Móður sendir þá lögmanni sínum fyrirspurn með tölvupósti sem sendir erindið á Rögnu sem svarar. “Hvað er eiginlega að Helgu? Af hverju spyr hún mig ekki ef það er eitthvað í stað þess að hlaupa klagandi til þín?”. 

 

10. Kvörtun Bryndísar Ásmundsdóttur vegna Gunnars Hrafns Birgissonar til embættis landlæknis dags. 26. ágúst 2021:

Matsmaður sest í dómarasætið varðandi ofbeldi föður gagnvart móður þar sem hann lýsir föður í raun saklausan, með vísan til framburðar hans og þrátt fyrir lögregluskýrslur, framburð vitna og vitnisburð annarrar barnsmóður föður um ofbeldi. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur gerir móður upp falskar minningar um ofbeldið sem er órökstutt með öllu og með öllu ófagleg greining þar sem falskar minningar eru í besta falli umdeilt hugtak. Matsmaður svarar ekki spurningum um hvort barn sé beitt eða gæti verið beitt ofbeldi hjá föður, þar sem hann ræðir ekki við önnur börn hans og spyr ekki drenginn sem um ræðir hvort faðir hafi beitt hann ofbeldi eða hvort óregla eða rifrildi sé á heimilinu, þrátt fyrir að í málinu liggi fyrir hljóðupptaka þar sem tveir synir föður ræða saman um framkomu föður við þá. 

Kvartanir í heild sinni:

Kvörtun Angeliku Dedukh, dags 24. mars 2022 vegna Rögnu Ólafsdóttur og Guðrúnu Oddsdóttur sem komu að forsjármáli sem yfirmatsmenn:

 Matsmenn leggja fyrir persónuleikaprófið PAI, gefa skriflega niðurstöðu en láta hvergi fylgja með tölulegar upplýsingar um niðurstöðurnar. Hvergi er því hægt að bera saman túlkanir matsmanna við raunveruleg skor á prófinu. Tölulegar niðurstöður eru hins vegar látnar fylgja með prófinu hjá föður. Verður þetta að teljast ámælisvert í ljósi þess að niðurstöður prófsins voru síður mér í hag.

 Yfirmatsmenn leggja mat á ásakanir um ofbeldi og leggja sig fram við að afsanna allar ásakanir mínar um ofbeldi föður gegn börnum á heimilinu. Rétt er að taka fram að faðir fékk síðar refsidóm fyrir ofbeldið gegn bæði móður og barni í héraði. Dómur fyrir ofbeldi gegn barninu var staðfestur í Landsrétti, en faðir var sýknaður af ofbeldinu gegn mér í Landsrétti.

 Yfirmatsmenn taka þýddar upptökur föður til greina í matsgerð en hafna upptökum mínum, með þeim rökum að þær séu ekki þýddar af löggiltum skjalaþýðanda. Við túlkun yfirmatsmanna á upptöku frá föður komast matsmenn að niðurstöðu um að ég hafi lagt á ráðin um að hafa af föður fé og son okkar. Verður þetta að teljast mjög hæpin niðurstaða út frá samtali sem þolandi getur vel hafa átt við foreldra sína og eðlilega sýnir reiði gagnvart geranda sínum í samtalinu. Yfirmatsmenn nota einungis hluta af upptökunni, en þegar öll upptakan er skoðuð er augljóst að orð mín eru tekin úr samhengi. Yfirmatsmenn annað hvort skoðuðu ekki alla upptökuna, fengu aðeins brot af henni afhenda, eða slepptu því að taka fram í matsgerð það sem ekki hentaði niðurstöðunni. Upptökuna í heild má finna í fylgigögnum.

 Yfirmatsmenn gera lítið úr frásögn eldra barns míns, barns sem varð fyrir ofbeldi föður, og taka ekki trúanlega þegar það segir frá ofbeldi föður. Láta yfirmatsmenn í ljós að drengurinn sé með flöktandi augnaráð, sem eigi að vísa til þess að barnið sé ekki að segja satt. Meðfylgjandi kvörtun er vottorð um augnsjúkdóm barnsins sem veldur flöktandi augnaráði. Auk þess geri ég athugasemd við að matsmenn telji nauðsynlegt að leggja það á 7 ára barn að rifja upp ofbeldi sem það var fyrir, 2 árum áður, þegar barnavernd var búin að rannsaka málið og komast að niðurstöðu um það sem gerðist. Matsmenn leggja það á barnið að sitja eitt með þeim báðum, sem hlýtur að teljast íþyngjandi fyrir svo ungt barn.

 Yfirmatsmenn tóku viðtal við leikskólastjóra og virðast hafa haft eftir henni mjög harðorðar staðhæfingar sem leikskólastjóri gerði seinna athugasemdir við (sjá viðhengi) og kannaðist ekki við að hafa sagt.

 Yfirmatsmenn komast að þeirri niðurstöðu að ég sé fégráðug og búi til frásagnir um ofbeldi til að græða pening. Líta þær alfarið framhjá vitnisburði Barnaverndar um að mér hafi staðið til boða fjárhagsaðstoð sem ég hafi hafnað. Segja barnaverndarfulltrúar föður segja ósatt, en þær upplýsingar virðast heldur ekki henta niðurstöðu yfirmatsmanna.

 Geri ég athugasemd við að yfirmatsmenn fullyrða: “eins og fram hefur komið að ofanverðu hefur hún af ásetningi gert sig að fórnarlambi og komið sök á barnsföður sinn í því sjónarmiði að hafa af því fjárhagslegan ávinning.” Tel ég yfirmatsmenn setja sig í dómarasæti með þessari setningu, en takmarkaðar sannanir hafa þær fyrir mínum meintu röngu sakargiftum. Barnsfaðir minn kærði mig fyrir rangar sakargiftir en það mál var látið niður falla. Kæra mín um ofbeldi var hins vegar tekin fyrir af dómstólum, hann sakfelldur í héraði en sýknaður í Landsrétti. Verður að teljast óeðlilegt hversu hlutdrægir yfirmatsmenn eru með föður í matsgerðinni.

 Einnig vil ég gera athugasemd við orð sem matsmenn létu falla í viðtali við mig. Þar sögðu þær að ofbeldi föður gegn eldra barni mínu hefði ekkert gildi í forsjármáli um yngra barnið. 

2.    Kvörtun (nafnlaus) vegna Guðrúnar Oddsdóttur til embættis landlæknis dags. 25. mars 2022:

 Fyrir afglöp í starfi með því að hafa gefið frá sér sérfræðimat í dómsmáli sem er hlutdrægt og þannig ófaglegt, þar sem gögn um vanrækslu föður, m.a. með því að koma ítrekað í veg fyrir heilbrigðisþjónustu fyrir börnin, og ofbeldi föður gagnvart börnum sínum og móður þeirra voru hunsuð og hann metinn forsjárhæfari þrátt fyrir það.  Alvarlegasta vanræksla matsmanns er að hún lítur alfarið framhjá alvarlegum veikindum annars barnsins og sterkum vilja þess um að vilja ekki fara til föður. Gögn í málinu staðfesta alvarleg veikindi með klínískri greiningu fagaðila og að faðir hafi með skriflegum hótunum og ógnandi framkomu komið í veg fyrir heilbrigðisþjónustu barnsins. Gögn í málinu staðfesta frásagnir barnanna af líkamlegu ofbeldi föður, ótta barnsins við föður vegna framkomu hans, dvöl móður í Kvennaathvarfinu, ótal tilkynningar ótal aðila, t.d. heilbrigðisstarfsmanna og löggæsluaðila um ofbeldi föður, en það er litið framhjá því með öllu. Faðir nam einnig yngra barnið á brott og hélt því frá móður og systkini í marga mánuði án nokkurra skýringa. Matsmaður lítur alfarið framhjá þessu og þeim áhrifum sem það hafði á börnin.    

3.    Kvörtun (nafnlaus) til embættis landlæknis dags. 24. apríl 2022 vegna Guðrúnar Oddsdóttur:

 Efni kvörtunar snýr að matsgerð sem unnin var af Guðrúnu Oddsdóttur sálfræðingi í tengslum við forsjármál mitt við barnsföður minn. Í þessu stóra og viðkvæma hlutverki sínu sem dómkvaddur matsmaður, bregst Guðrún Oddsdóttir að öllu leyti. Hún hagar málinu ekki samkvæmt því sem barninu er fyrir bestu. Hún leyfir yfirgnæfandi sterkari tengslum við móður ekki að vega til ákvörðunar sinnar, hún tryggir ekki vilja barnsins né tryggir að barnið sé tilfinningalega eða líkamlega öruggt. Hún brást alfarið.

 Barnsfaðir minn hefur ítrekað reynt að þvinga barnið sitt í umgengni við sig gegn vilja þess, svo árum skiptir. Þessi leikur hófst hjá sýslumanni tveimur árum eftir skilnað okkar með beiðni um aukna umgengni hans við barnið. Þetta var árið 2016, þar sem viðtal við barnið leiðir til lykta að hann tjáir ótta við föður sinn og skýra andstöðu við að fara til föður síns. Hann segir þar fyrst frá að faðir hans hafi kýlt hann í höfuðið, þá aðeins fjögurra ára gamall.

 Vanræksla matsmanns er fyrst og fremst algjör skortur á sálfræðilegri fagmennsku og innsýn þegar það kemur að vinnslu upplýsinga og viðtala í tengslum við málið. Framburður föður barnsins byggist mikið á skáldskap en lygarnar eru slíkar að hann spinnur út frá atvikum um meinta vanrækslu mína, þar sem hann nánast býr til nýjan veruleika til að varpa fram hlið af sjálfum sér sem hann telur að framkalli sigur í málinu. Hann spilar sig sem sorgmæddan umhyggjusaman föður sem vill bjarga barninu sínu frá vondu móðurinni. Slík gaslýsing er ekki óalgeng hjá einstaklingum með siðblindu en matsmaður virðist ekki greina ósamræmið í lýsingum mannsins á sjálfum sér og hegðun hans eins og kemur fram í gögnum máls, með þeim persónuleika prófum sem hún er að notast við. Matsmaður notar persónuleikaprófið MMPI- II við matsvinnu sem ég geri athugasemdir við þar sem ég hef lesið gagnrýni á notkun þessa prófs (sjá viðhengi 2, 3 og 4). 

Alvarlegasta vanræksla matsmanns er þó sú að sonur minn fær ekki að njóta vafans eftir að tjá henni í trausti að faðir hans hafi brotið á honum. Atvik sem var svo mikið áfall fyrir barnið, að síðan hefur hann verið að öllu ófær um að treysta föður, tjá honum líðan, þarfir og/eða tilfinningar sínar heiðarlega. Þetta gerir föður hans ófæran um að sinna barninu sínu og að tryggja honum tilfinningalegt og oft á tíðum líkamlegt öryggi. Barn fangað af ótta við foreldri getur ekki á eðlilega máta tjáð þarfir sínar og var það meðal annars ástæðan fyrir því að hann var jafnan kinnfiskasoginn og horaður eftir umgengni við föður, því þar fór hann svangur að sofa (sjá bls x í matsgerð). Barnið hefur lýst því hvernig hann óttaðist að segja frá því að hann væri hræddur og með heimþrá. Hann gréti sig því í svefn á hverri nóttu hjá föður sínum, án þess að nokkur vissi. Í skjóli nætur. Þessi samskiptabrestur milli feðganna birtist ítrekað, en þeir segja endurtekið sitt hvora söguna, bæði í Héraðsdómi og Landsrétti. Á báðum dómstigum var stuðst af miklum þunga við matsgerð Guðrúnar Oddsdóttur matsmanns sem neitaði að trúa frásögn barnsins af ofbeldi, en ekki var stuðst við greinargerð í forsjármálinu frá öðrum sálfræðingi sem taldi frásögn barnsins trúverðuga og drengurinn hitti reglulega í marga mánuði. Ég læt þessa skýrslu sálfræðings fylgja þessari kvörtun en hennar skoðun á líðan og aðstæðum barnsins liggur þvert á niðurstöðu Guðrúnar.

 Ég tel að aðkomu matsmanns að forsjármálinu megi hafa til marks um litla sem enga innsýn í heimilisofbeldi. Matsmaður lítur algjörlega framhjá því að framburður bæði minn og föður bendir til þess að faðir hafi hvatt mig til að hætta að vinna og vera heimavinnandi og að hann hafi stjórnað fjármálum heimilisins og þar með beitt fjárhagslegu ofbeldi. Einnig kemur fram í prófniðurstöðum í mati hennar, um föður að hann á sögu um andfélagslega hegðun sem passar við lýsingar mínar á ofbeldi og ógnarstjórnun hans, en matsmaður tekur ekki þessar niðurstöður til greina. 

 Ég lít þannig á að með matsgerð sinni og því að hunsa rödd barnsins hafi matsmaður svipt barnið rétti sínum til öryggis og til að hafa skoðun á eigin málefnum. “Ein af grundvallarreglum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var á Íslandi með lögum nr. 19/2013, er sú fortakslausa regla að það sem er barni fyrir bestu skuli hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni barna. Ákvæði 19. gr. barnasáttmálans tryggir börnum víðtæka vernd gegn ofbeldi og leggur þá skyldu á aðildarríki að gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að börn verði ekki fyrir illri meðferð”. Í dag hef ég neyðst til þess að flýja land vegna áralangra ofsókna föður með hjálp kerfisins, en hann hefur nú stefnt mér fyrir að taka barnið með mér erlendis. Réttur barns er að fá að vera öruggt frá ofbeldi, og að fá að velja hjá hvoru foreldrinu það vill búa. Barnsfaðir minn stefnir mér núna fyrir það að svipta hann þeim rétti sem honum var veittur með matsgerð Guðrúnar Oddsdóttur. Með því svipti hún barnið rétti sínum, þegar hann bað ítrekað um, og er enn að biðja um að fá að búa hjá móður sinni og um vernd frá ofbeldi og viðvarandi ótta. Þessi vanræksla matsmanns, hefur gífurleg áhrif á lífsgæði barnsins enn þann daginn í dag og þetta hefur verið uppspretta áralangra sorga fyrir hann, enda hvað á barn að halda þegar "sérfræðingur" neitar að trúa honum þegar hann einlæglega treystir honum fyrir sárasta augnabliki lífs hans. Augnablikinu þegar himinn og jörð féllu saman og hans eigin faðir, snerist gegn honum og kýldi hann í höfuðið.

Matsmaður gerir enga athugasemd við að sjónvarpsviðtal við föður um málefni barnsins, hafi augljóslega haft neikvæð áhrif á félagslíf barnsins, miðað við framburð kennara í skóla (sjá bls. x í matsgerð).

 Matsmaður gerir engar athugasemdir um alkóhólisma föður og óhóflega drykkju sem hefur varað frá unglingsaldri, en faðir viðurkennir að hafa verið virkur í sinni drykkju um það leyti þegar barnið tjáir að umrætt ofbeldi hafi átt sér stað. Matsmaður neitar að taka það til íhugunar að það gæti haft neikvæð áhrif á forsjárhæfni föður að hann sé virkur alkahólisti (sjá bls x í matsgerð).

Dómskvaddur matsmaður er valinn inní forsjármál til að tryggja velferð barna fyrst og fremst eins og kemur fram í 2. mgr. 34. gr. barnalaga nr. 76/2003:

„Dómari kveður á um hvernig forsjá barns eða lögheimili verði háttað eftir því sem barni er fyrir bestu. Dómari lítur m.a. til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla barns við báða foreldra, skyldu þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska.“

Matsmanni var kunnugt um vinatengsl kennara við föður og sambýliskonu hans en setur framburð kennarans fram í matsgerð eins og um væri að ræða hlutlaust vitni.

"Áhyggjur voru í skóla [barns] skólaárið 2018-2019 vegna líðan hans og slæmrar mætingar. Aðbúnaður hans var sagður ágætur en stundum vantaði hann íþrótta- eða sundföt, eða ellegar nesti. Deilur foreldra voru sagðar hafa áhrif á líðan drengsins og ólíkar uppeldisaðferðir valdi honum togstreitu og óöryggi" - matsgerð bls. x.

Faðir og kona hans bjuggu á árunum 2018-2019  í sömu götu og kennarinn sem iðkaði að setja hjartafærslur við facebook færslur þeirra hjóna þegar þau tjáðu sig um málefni mín og sonar míns á samfélagsmiðlum. Guðrún minntist ekki á það í matsgerðinni að hún sé upplýst um þessi tengsl, en notar vitnisburð þessa kennara í matsgerðinni eins og hún sé hlutlaust vitni. Fyrir utan þessi vinatengsl kennara við föður, er það ekki hlutverk kennara að leggja huglægt mat á ástæður þess að barnið tjáði ítrekað andstöðu sína við umgengni við föður. Á sama tíma vanrækir matsmaður og faðir að líta til þess að barnið þjáist af athyglisbresti og greiningarferlis vegna þess, sem móðir hafði þá sett af stað í skólanum til að tryggja að barnið fengi viðeigandi aðstoð. Í samvinnu við sálfræðing skólans var ákveðið að ekkert yrði gert í formi inngrips heldur yrði reynt að aðstoða barnið frekar með auka athygli og að minnka hópinn sem hann inni með. Eins var ekki talið ástæða fyrir því að hann tæki lyf en að kennarar myndu hjálpa drengnum að muna að taka með sér sundfötin og íþróttaföt á milli húsa en athyglisbresturinn birtist þannig gjarnan að hann gleymdi sund- og íþróttatöskum. Varðandi nestisskort sem er ekki rétt frá sagt, að þá borðaði barnið gjarnan ekki því hann var magaveikur eins og áður hefur komið fram.  Matsmaður hafði nákvæmar upplýsingar um áhrif athyglisbrests á hegðun barnsins, aðstæður hans og líðan en hún velur að taka föður trúanlegan, og neitar að trúa frásögn minni og barnsins þó það komi fram í persónuleikaprófi að faðir eigi það til að fegra frásagnir af sjálfum sér.

 "[Faðir] tilkynnti til barnaverndar þann 20. janúar um andlegt ofbeldi og vanrækslu af hálfu móður, daginn eftir barst önnur tilfinning þegar [móðir] fór með drenginn til lögreglu og tilkynnti um ofbeldi föður gagnvart barninu í júní árið 2016. [Barnið] skýrði frá því að faðir hans hafi meðal annars slegið hann í höfuðið. Málið var fellt niður í júní. Í maí bárust tvær nafnlausar tilkynningar til barnaverndar varðandi fjarveru [barns] úr skóla, vanrækslu varðandi andlega heilsu móður og að hún ætli með barnið úr landi og hin frá fyrrum barnsmóður [föður] sem lýsti áhyggjum af því að barninu væri meinaður aðgangur að föður og logið um rök fyrir því. Töluverð vinnsla var í máli [barnsins] hjá barnavernd og gerð áætlun til fjögurra mánaða. "

 Matsmaður reifar aðkomu barnaverndar en greinir ekki rétt frá staðreyndum um fyrningu kærðs brots föður gegn barninu og tilefni barnaverndarmáls. Hér lætur matsmaður að því liggja að lögreglumálið hafi verið fellt niður í júní en segir ekki frá því að skýrar reglur ríkja um fyrningu á ofbeldismálum, en málið hafði fyrnst því ofbeldið hafði átt sér stað meira en tveimur árum áður. Þetta kemur fram í gögnum frá lögreglu og auðvelt að staðfesta þetta. Einnig lætur matsmaður hjá líða að greina frá ástæðum þess að máli hjá barnavernd var haldið opnu í fjóra mánuði, en tilgangur þessa opna máls var að tryggja barninu friðhelgi til að stunda skóla og tómstundir án afskipta föður þar sem hann hafði átt það til að birtast óboðinn á skólatíma, utan síns umgengnistíma og að reyna að tala barnið til. Þessi hegðun föður olli barninu miklum kvíða. Ég læt fylgja málsgögn frá barnavernd varðandi þessa áætlun.   

4.    Kvörtun Andreu Splidt Eyvindsdóttur vegna Guðrúnar Oddsdóttur til embættis landlæknis dags. 30. apríl 2022:

 Guðrún Oddsdóttir kom að forsjármáli milli mín og barnsföður míns árið 20XX, sem matsmaður. Ég tel að matsmaður hafi gerst hlutdræg með sjónarmiðum föður, auk þess að styðjast við fordómafullar hugmyndir um þolendur ofbeldis sem standast ekki kröfur um faglega þekkingu.  Ég tel að matsmaður notist við hugmyndir í sinni matsgerð, sem má heimfæra undir kenningar um  Parental Alienation Syndrome, sem er meginuppistaðan í ásökun föður auk þess sem beiðni hans um matsgerð snerist að mestu um að athuga hvort barnið væri haldið slíku heilkenni (sjá bls. x í matsgerð og dómsskjal x). Ég tel athugavert að matsmaður hafi orðið við þessari beiðni yfir höfuð, að kanna hvort 14 ára gamalt barn sé haldið þessu heilkenni, af eftirfarandi ástæðum: 

Þessi kenning hefur víðast verið sett í flokk ruslvísinda (sjá fylgiskjal x) af fræðafólki og verið hafnað (sjá fylgiskjal x) af öllum leiðandi samtökum innan geðlæknisfræði, sálfræði og læknisfræði á Vesturlöndum vegna vöntunar á raunprófunum eða klínískum athugunum sem styðja hana. Auk þess er varað sérstaklega við notkun slíkra hugmynda við úrlausn í forsjármálum þar sem barn hafnar umgengni við foreldri,  í greinargerð með íslenskum barnalögum (5.1.6). Þess má reyndar geta að ýmsar vísbendingar eru til staðar um að það sé faðir sem tali illa um mig við barnið, en ekki öfugt, en í viðtali hjá sýslumanni segir dóttir mín að faðir tali illa um mig, en segir að ég tali ekki illa um föður (sjá dómsskjal x). Matsmaður kemst engu að síður að þeirri niðurstöðu að ég sé ábyrg fyrir vanlíðan barnsins í samvistum við föður. 

 Matsmaður lítur framhjá áralöngum ofsóknum föður sem hann hefur stundað, með bréfaskriftum um meinta vanhæfni mína til barnaverndar og sýslumanns (sjá fylgiskjal x). Faðir ásakar mig um að ala á kvíða barnsins, og skrifar um það með greinargerðum í tugum blaðsíðna. Þessir tölvupóstar og greinargerðir hafa borist nánast vikulega til yfirvalda árum saman. Matsmaður kennir mér um kvíða barnsins sem augljóst er að tengist ofsóknarhegðun og stjórnun föður, auk þess sem upphaf þeirrar andstöðu barnsins að umgangast föður má rekja til þess að faðir frelsissvipti barnið í marga sólarhringa sem refsingu við því að vilja vera meira hjá mér og minna hjá honum (sjá dómsskjal x).  Faðir ofsótti eldra barn mitt, mætti í vinnuna til hans og fleira (sjá dómsskjal x). Faðir mætti í skóla og barnið upplifði það ógnvekjandi og óttaðist barnið að faðirinn myndi frelsissvipta hana aftur í skóla og ræna. Varð skólasókn hennar því léleg, meðal annars vegna hræðslu barnsins við eltihrellingar föður. Faðir setti staðsetningarbúnað í síma barnsins og fylgdist með öllu (sjá dómsskjal x). Stöðugar kvartanir föður til yfirvalda, hafa þann tilgang að vera á undan til að fegra sjálfan sig. 

 Fjöldi dómsskjala sem matsmaður hafði aðgang að sýndu að faðir hefur sjúklega þörf til þess að stjórna öllu í umhverfi sínu. Á sambúðartíma okkar setti hann fjölskyldumeðlimum fljótt strangar og ítarlegar hegðunarreglur án nokkurs sveigjanleika. Væri þeim ekki fylgt í einu og öllu mættu börnin mín mikilli og óútreiknanlegri reiði hans, jafnvel þó reglan hafi aldrei verið kynnt þeim áður. Þannig var ógnin alltaf raunveruleg og alltaf yfirvofandi. Faðir sem í upphafi sýndi eldri börnum mínum mikla og jákvæða athygli hætti því fljótt eftir að við fluttum saman og fór að finna að öllu í þeirra fari. Hann leit á viðkvæmt geðslag þeirra sem veikleikamerki, eitthvað sem þyrfti að rækta úr þeim með hörku og heraga. Eðli málsins samkvæmt fór sú „uppeldisaðferð“ afar illa með börnin. Bæði eldri börnin mín gerðu andlegu ofbeldi hans góð skil í umsögnum sem matsmaður hafði aðgang að (sjá dómsskjöl x). Matsmaður hafði aðgang að gríðarlegu magni dómsskjala, þar á meðal umsagna frá í það minnsta 8 aðilum sem þekktu fjölskylduna og vitnuðu um gríðarlega vanlíðan og andlegt ofbeldi gagnvart börnum mínum meðan við vorum saman (sjá dómsskjöl x). Þrátt fyrir þetta lætur matsmaður málið líta þannig út að upphaf erfiðleika dóttur minnar megi rekja til þess þegar dóttir mín vildi minnka umgengni við föður og hann frelsissvipti hana dögum saman. Raunin var að vanlíðan og ofbeldið átti sér langa sögu og barnið hefur sýnt merki þess að vera þolandi ofbeldis frá unga aldri. 

Matsmaður hunsar jákvæða vitnisburði um mig frá vinum og vinnufélögum, en slíkir vitnisburðir eru í mótsögn við allar þær ásakanir sem faðir ber á mig (sjá dómsskjal x). 

 Ég sagði frá því í viðtölum við matsmann að barnsfaðir hefði beitt mig andlegu, kynferðislegu og fjárhagslegu ofbeldi, auk líkamlegs ofbeldis í eitt skipti, sem í niðurstöðukafla virðist ekki hafa nein áhrif á mat á forsjárhæfni föður. Umsagnir í dómsskjölum (dómsskjöl x)  renna stoðum undir mína frásögn. Mér finnst ekki eðlilegt að svona saga um gríðarlegt ofbeldi gagnvart móður barnsins hafi engin áhrif á forsjárhæfni föður. 

 Á bls. x í matsgerð, kemur fram að barnið sýndi mikinn ótta við að faðir kæmist yfir trúnaðargögn um hana hjá sálfræðingi, sem styður frásögn móður og barns um að barnið upplifi að faðir ráðist með offorsi gegn henni ef ekki er allt eftir hans höfði, en þessar upplýsingar tekur matsmaður ekki til greina í niðurstöðum. Þessum ótta barnsins var tekið mjög alvarlega af læknum á Heilsugæslunni og þótti mikilvægt að meðferðarsamband barnsins og meðferðaraðila yrði ekki stofnað í hættu með afhendingu á skráningu samskipta barnsins við sálfræðing þess.  Það var sameiginlegt álit læknanna að réttur barnsins til að njóta trúnaðar væri sterkari en réttur foreldra barnsins til afhendingu trúnaðargagna (sjá dómsskjal x).

 Á bls. x í matsgerð kemur fram að ég hafi ekki reynt að koma á umgengni við föður. Er þetta í hrópandi mótsögn við það að ég keypti sáttameðferð úti í bæ til að reyna að koma á samskiptum, áður en málið fór af stað hjá sýslumanni (sjá fylgiskjal x), auk þess sem í umsögnum má sjá vitnisburði um að ég hef hvatt dóttur mína til að fara í umgengni (sjá dómsskjal x). Í matinu áfellist matsmaður mig fyrir að fylgja afdráttarlausum fyrirmælum sálfræðings um að þrýsta ekki á barnið um að fara í umgengni, meðal annars vegna alvarlegs kvíða barnsins (sjá dómsskjal x  og bls.x  í matsgerð) þrátt fyrir að víða komi fram í viðtölum við marga mismunandi fagaðila að tilhugsunin um að þurfa að fara í  umgengni við föður veldur barninu vanlíðan og kvíða. Það kemur svo fram hjá barnageðlækni barnsins að kvíði þess hafi minnkað og líðan batnað eftir að barnið hætti að fara í umgengni til föðurs (sjá dómsskjal x) sem styður ákvörðun mína um að þrýsta ekki á að barnið fari í umgengni til föðurs.

Að lokum geri ég alvarlega athugasemd við það hvernig matsmaður dregur í efa frásögn dóttur minnar um ofbeldi föður. Er því kannski best lýst með því að í niðurstöðum er eingöngu fjallað um ásakanir um ofbeldið, í kafla um það hvort foreldrar munu virða umgengnisrétt við hvort annað (bls. x  í matsgerð). Matsmaður byggir á huglægu mati sínu fremur en mati á því sem fram kemur í gögnum málsins. Matsmaður heldur því fram á bls. x í matsgerð að barnið hafi aldrei sagt frá ofbeldi og áfellist mig sem móður fyrir að hafa enn áhyggjur. Þetta gerir hún þrátt fyrir að skýrt komi fram í gögnum (sjá dómsskjal x) að barnið hafi sagt frá kynferðisofbeldi eins og lögregla skilgreinir það. Fullyrðingar matsmanns um að barnið hafi aldrei sagt frá ofbeldi eru í greinilegri andstöðu við það að barninu var vísað af barnavernd í Barnahús (sjá dómsskjal x), sem var ekki gert að ástæðulausu. Einnig kemur fram í gögnum frá sýslumanni (sjá dómsskjal x) frásagnir stúlkunnar hvernig hann virðir ekki mörk og kyssti hana á munninn. Matsmaður sagði í viðtali við mig að það væri ekkert óeðlilegt við það af því hún eigi frænkur á Vestfjörðum sem kyssa á munninn. Matsmaður segir að barnið hafi búið sér til minningu, en rökstyður ekkert hvers vegna hún leggi ekki trúnað á orð barnsins. Einnig segir matsmaður að barnið nefni engin dæmi um ofbeldi, en örlitlu neðar segir matsmaður að barnið segi frá atvikum sem hafi átt sér stað þegar hún var mjög ung, og geti því ekki verið að hún muni eftir þeim sjálf. 

5.    Kvörtun Melkorku Þórhallsdóttur til embættis landlæknis vegna aðkomu Guðrúnar Oddsdóttur að forsjármáli sem sérfróður meðdómari, dags. 19. apríl 2022:

 Guđrún Oddsdóttir sálfræðingur kom ađ dómsmáli mínu þann 11. febrúar 2020. Aðrir dómarar voru Bogi Hjálmtýsson & Ástríður Grímsdóttir. Málið mitt var um forsjá og umgengni - án nokkurs vafa erfitt og einstaklega viðkvæmt mál.

Ég finn mig knúna til ađ leggja fram formlega kvörtun vegna aðkomu Guđrúnar Oddsdóttur í málinu mínu. Guðrún var sá dómari sem spurði mig spurninga, meðan hinir tveir sögðu lítið, og ég hafði á tilfinningunni að hún hefði mest áhrif á dómsniðurstöðuna. Ég áttaði mig fljótlega á því að ekki var hlustað á mig, né voru frásagnir mínar taldar marktækar. Ég sagði frá tveimur mismunandi atvikum þar sem barnsfaðir hafði ráðist á mig og barnið sem þá var í kringum tveggja ára aldur - atvik sem voru alvarleg og tilkynnt til lõgreglu. Það var ekki hlustað og þessi atvik ekki talin skipta máli. Í staðinn spurði Guðrún mig, hvort ég “gengi út frá því að ég ætti barnið ein”. Lítiđ var gert úr vanrækslu og barnaverndarlagabrotum fõður í garð barnsins. Tel ég þessa spurningu Guðrúnar undarlega, í ljósi þess að börn eru ekki eingetin og ætti að vera mér fyllilega ljóst að barnsfaðir minn er faðir barnsins fyrst ég sé í forsjármáli við hann. Þessi spurning um eignarétt yfir barni er einstaklega óviðeigandi þegar um er að ræða ofbeldi gegn barni. Bogi Hjálmtýsson hafði àrið 2019 dæmt um umgengni við föðurinn, undir eftirliti, sem segir mér að Bogi sá þá ástæðu til að verja barnið fyrir hugsanlegu ofbeldi. Eitthvað breyttist þegar Guðrún kom að málinu sem dómari. Guðrún Oddsdóttir gerði mig að skotmarki og niðurlægði mig ítrekað í dómssal á meðan barnsfaðir minn, sem hefur langa sögu um ofbeldi gegn mér og barninu og braut gegn okkur í óteljandi skipti, var settur á stall. Ég talaði um ofbeldi fyrir tómum eyrum í dómssal og fann verulega fyrir fjandsamlegu viðhorfi Guðrúnar til mín. Ég talaði um hættuna sem stafaði af barnsföður, en ekki var hlustað. Út frá mati Valgerðar Magnúsdóttur sálfræđings og matsmanns, var og er forsjárhæfni mín mun betri en föður. Þrátt fyrir það var dæmd sameiginlega forsjá. Gögn voru lögð fram fyrir dóm um ofbeldið, svo sem lögregluskýrslur og dagbók lögreglu, en samt er komist að þeirri niðurstöðu að sambandið hafi verið “stormasamt” og ekki hægt að skera úr um hver beri ábyrgð á því. Einnig að ég hafi tálmað umgengni, sem samrýmist ekki þeirri frásögn minni um nauðsyn þess að vernda barnið, auk gagna um ofbeldið. Er matsgerðin og niðurstaða hennar þar með alfarið hunsuð, á þeim grunni að ég hafi tálmað umgengni. Dómurinn í heild sinni er í mikilli þversögn og ruglingslegur. Þar sem Guđrún Oddsdóttir starfar sem sálfræđingur tel ég rétt að kvarta yfir hennar störfum til embættis landlæknis.

6.    Kvörtun Helgu Agöthu Einarsdóttur vegna Guðrúnar Oddsdóttur til embættis landlæknis dags. 14. apríl 2022:

Matsmaður lítur framhjá og gerir lítið úr áratuga langri sögu föður um ofbeldi og afbrot sem hann hefur hlotið dóma fyrir. Matsmaður tekur viðtal við sálfræðing föður en ekki sálfræðing móður og sýnir þar með hlutdrægni. Matsmaður kannar ekki hvers vegna eldra barn föður hefur hafnað samskiptum við hann. Matsmaður leyfir söguskýringum föður um ofbeldið sem hann hefur beitt, að standa ógagnrýndum. Matsmaður leggur fyrir MINI geðgreiningarskimun og SCID-II persónuleikapróf þar sem faðir uppfyllir skilmerki fyrir andfélagslega persónuleikaröskun, en matsmaður lætur niðurstöðurnar ekki vega neitt í niðurstöðukaflanum um forsjárhæfni og fjallar ekkert um það hvort slíkir persónuleikabrestir hafi áhrif á barnið. Matsmaður lætur í ljós í niðurstöðukafla eins og andfélagsleg hegðun og neysla móður sé eitthvað í líkingu við sögu föður um slíka hegðun og nefnir að móðir hafi náð meiri bata en faðir. Samt hefur móðir aldrei gerst brotleg við lög með ofbeldishegðun en faðir ítrekað fengið dóma og setið inni, auk þess að hafa veitt móður slíka áverka að hún lá inni á spítala vegna þeirra.

Það að matsmaður telji foreldri sem veitt hefur móður barns síns svo alvarlega áverka eins og raun ber vitni, sé hæft til að fara með forsjá barns, er óskiljanlegt. Barnið hefði getað endað móðurlaust ef árásirnar hefðu gengið örlítið lengra, en matsmaður gerir nánast engar athugasemdir við alvarlegt ofbeldi mannsins og virðist hissa á því að samstarfið hafi ekki gengið vel og sýnir þvi engan skilning að móðir forðist að láta föður fá upplýsingar um þau. 

Matsmaður gefur ekkert út á það að ástæða þess að móðir hefur átt við erfiðleika að stríða andlega er að miklu leyti vegna þess ofbeldis sem faðir hefur beitt hana. 

Matsmaður gerir enga könnun á því hvort faðir hafi raunverulega verið án fíkniefna einhvern tíma og tekur hann á orðinu. Það er þó ekkert sem bendir til þess að hann sé í bata enda kemur fram í matsgerðinni á bls. 22 að hann hefur bara einu sinni farið inn á Vog og var rekinn þaðan út vegna ógnandi hegðunar. Matsmaður setur ekkert spurningamerki við það.

Matsmaður hló af móður þegar hún lýsti frásögn sinni af mjög alvarlegu ofbeldi.

7.    Kvörtun (nafnlaus) vegna Rögnu Ólafsdóttur til embættis landlæknis dags. 28. apríl 2022 og siðanefndar Sálfræðingafélags Íslands dags. 5. maí 2022:

 Ég vil leggja fram kvörtun vegna matsgerðar Rögnu Ólafsdóttur í forsjármáli mínu við barnsföður minn árið 2021.

Matsmaður notast við persónuleikapróf sem hafa mjög mikið vægi í niðurstöðukafla. Ég geri athugasemd við notkun slíkra prófa í þeim tilgangi að meta mun á forsjárhæfni milli foreldra af sitthvoru kyninu. Ég óska eftir því að það verði kannað hvað rannsóknir sýna um það hvernig kyn hefur áhrif á niðurstöður slíkra prófa, og hvort reynsla af ofbeldi geti haft áhrif á niðurstöðu slíkra prófa. Ef svo er, tel ég athugavert að matsmaður notist við slík próf í matsgerð og minnist ekki á þessa galla í prófunum. 

Á bls. x í matsgerð segir matsmaður að niðurstöður persónuleikaprófa hjá mér rími við aðrar athuganir matsmanns. Í niðurstöðum þessara prófa er látið í ljós að ég sé vænissjúk, en matsmaður tekur ekkert tillit til þess að ég segist vera þolandi ofbeldis og með áfallastreituröskun, sem í eðli sínu lýsir sér í því að vera stöðugt hrædd og á varðbergi. Matsmaður lítur einnig framhjá vísbendingum um að ég sé raunverulega þolandi ofbeldis barnsföður míns, en á bls. x kemur fram að geðheilsa mín var í mjög slæmum málum fyrstu tvö árin eftir skilnað. Ég sagði henni alveg frá andlegu ofbeldi sem byrjaði strax þegar varð ólétt af elsta barni okkar. Hann þagði og hunsaði mig vikum saman ef ég hló vitlaust eða andaði of hátt. Ég þorði varla að tala. Ég þurfti að vera heimavinnandi og sjá um allt og hann bannaði mér að fara í skóla, var of heimsk. 

Á bls. x í matsgerð kemst matsmaður að þeirri niðurstöðu að faðir hafi aldrei reynt að koma í veg fyrir samskipti barns við mig og að ég ein beri ábyrgð á tengslarofi við barnið, en vísar ekki í neitt máli sínu til stuðnings. 

Matsmaður lítur framhjá því í niðurstöðum að á bls. x kemur fram hræðileg líðan barnsins og verulega léleg skólasókn og námsleg staða, en faðir er ekki látinn taka neina ábyrgð á þeirri stöðu þrátt fyrir að ég hafi ekki haft neina umgengni við barnið á þeim tíma. 

 

8.    Kvörtun (nafnlaus) til embættis landlæknis dags. 31. mars 2022  og Siðanefndar Sálfræðingafélags Íslands dags. 04. júní 2020 vegna starfa Rögnu Ólafsdóttur sem matsmanns í forsjármáli: 

 Efni kvörtunar snýr að matsgerð sem unnin var af Rögnu Ólafsdóttur sálfræðingi í tengslum við forsjármál mitt við barnsföður minn. Forsaga málsins er sú að þann xx 2018 lagði ég fram kæru vegna gruns um kynferðisbrot gegn dóttur okkar, fæddri 2015, af hendi föður hennar. Lögreglan brást hratt við, en málið var fellt niður hjá ríkissaksóknara vegna skorts á sönnunargögnum. Engin skoðun í Barnahúsi fór fram, þar sem dóttir okkar var of hrædd til að láta koma við sig. Ekki heldur var tekið viðtal við hana. Í kjölfarið fór faðir í forsjármál og fór fram á fulla forsjá. Matsmaður var fenginn í málið, Ragna Ólafsdóttir, sálfræðingur. Meðfylgjandi matsgerð var unnin haustið 2019. Það sem lá fyrir í málinu var kæran frá mér og tvær yfirlýsingar frá hálfsystur hans og stjúpsystur sem lýsa mjög grófu kynferðislegu ofbeldi af hálfu hans gagnvart þeim þegar þær voru börn, ásamt skýrslu frá leikskólanum um hegðun og líðan dóttur minnar á þeim tíma.

 Í viðtölum við mig, móður:

Matsmaður fer í fyrsta viðtali af stað með að yfirheyra mig um "hvað ég ætla nú að halda þessu áfram lengi", og vísar þá í ásakanir gegn barnsfaðir og að ég var á þeim tíma að stoppa umgengni til að virða skyldur mínar sem foreldra að vernda barn mitt gegn ofbeldi.

 Matsmaður kemur strax og gegnumgangandi fram við mig eins og um brot af minni hálfu sé að ræða, og sakar mig um að valda dóttur minni og barnsfaðir skaða með að leyfa ekki eftirlitslausa umgengni. Svona metur matsmaður þetta þrátt fyrir að hafa aldrei áður hitt mig né dóttur mína, og þrátt fyrir að gögn frá leikskóla og öðrum lýsa því hvernig dóttir mín gjörbreyttist til hins betra um leið og umgengnin stoppaði.

Matsmaður spurði mig hvernig ég gat nú eignast þetta barn með honum, fyrst ég vissi að hann hafði gerst brotlegur gegn öðru barni (hálfsystur sinni). Matsmaður spurði mig ítrekað hvernig ég gat nú skilið dóttur mína eftir í hans umsjón, fyrst ég vissi um fyrri brot hans. Matsmaður sagðist margoft ekki geta skilið afhverju ég væri að segja frá þessu fyrst núna, afhverju ekki fyrr þegar við bjuggum enn saman. Þegar ég sagði að ég væri sjálf að vinna úr þeirri sektarkennd sem stafaði af því, þá sagði hún að ég yrði að geta útskýrt það betur. Eins og kemur fram í matsgerðinni notar matsmaður það eitt að ég hafi ekki brugðist við rétt og strax gegn mér og telur það gera mig ótrúverðuga.

 Í viðtölum hafnaði matsmaður yfirlýsingum frá báðum systrum hans á kynferðisbrotum hans gegn þeim. Matsmaður sagði það ótrúverðugt þar sem stjúpsystir hans hafði “ekki einu sinni sagt mömmu sinni frá” þegar það gerðist, en hún var 13 ára. Eins fór matsmaður að rökræða við mig vegna yfirlýsingar hálfsystur hans, vegna þess að frásögn hans og hennar voru ekki eins. Samkvæmt matsmanninum átti ég að geta svarað því hvers vegna það kemur ekki  skýrt fram í yfirlýsingu hálfsystur hans að hann hafi sett puttana upp í leggöng hennar, en það var það sem hann játaði við mig að hann gerði. Hún var þá 5 ára.

 Einnig neitaði matsmaður að taka við bréfi frá stjúpsystur hans sem lýsti kynferðisofbeldi sem hann beitti henni, vegna þess að það var of illa skannað inn. Ég bauðst til þess að koma með betra eintak, en þessu hafnaði matsmaður.

Matsmaður hafnaði að taka inn í matið myndir (sjá viðhengi) sem dóttir mín teiknaði á meðan að matið stóð, sem voru mjög lýsandi og hefðu átt að gefa tilefni til frekari skoðunar á samskiptum foreldranna og barnins og mati á hugarheimi og reynsluheimi barnsins með sérstöku mati listmeðferðarfræðings og/eða leiktherapista. 

Lýsing dóttur minnar á myndunum voru: það var blár himinn, sól, mamma, stóra bleika, hún og besta vinkona hennar voru þessar grænar og svo litla rauða var litla systir hennar. Á sér svörtu blaði var pabbi hennar.

Vegna matsgerðarinnar:

Túlkun sálfræðiprófanna – Matsmaður styðst við MMPI-2 þar sem faðir mælist klíniskt hátt á psychopathic deviate scale. Þetta túlkað matsmaður föður í hag; faðir fær samúð þar sem matsmaðurinn telur hann vera í sjálfshatri fyrir að hafa nauðgað 5 ára hálfsystur sinni og skori þess vegna hátt á þessum skala. Á blaðsíðu x í meðfylgjandi matsgerð má sjá að matsmaður telur upp það sem klínisk hækkun á þessum kvarða bendir til, meðal annars hegðunarvandi og neikvæð samskipti við fjölskyldumeðlimi, reiði og hvatvísi. Hinsvegar dregur matsmaður þá ályktun að faðir, sem hefur sjálfur viðurkennt kynferðisbrot gegn barni og er sakaður um að brjóta gegn tveimur öðrum börnum þegar hann varð eldri, á sér enga sögu um andfélagslega hegðun, og því sé einungis um sjálfshatur að ræða.

Í túlkun á niðurstöðum úr prófinu mínu dregur matsmaður ályktun um að ég sé að fegra sjálfa mig, segi ósatt, skorti innsæi, stjórni fólki á óbeinan hátt, sé dramatísk og athyglissjúk. Allt virðist það byggt á að hækkun á einum kvarða - eitthvað sem matsmaður tekur samt fram að sé eðlilegt í forsjármálum, þar sem foreldra vilja sýna sina bestu hlið. 

Einnig virðist matsmaður gefa sér það að uppeldið mitt hefði nauðsynlega átt að valda mér vanlíðan eða haft í för með sér neikvæðar afleiðingar. Það að ég sjái þetta ekki telur matsmaður benda til skorts á innsæi og dómgreind. Í þokkabót eru þetta orð sem matsmaður tekur beint frá föður og eru ekkert nema fordómar og vanvirðing gagnvart minni lífsreynslu.

Á bls x segir matsmaður að "Konur með svipaða prófmynd eru sagðar ólíklegar til að fara í sálfræðilega meðferð þar sem þær hafa lítið innsæi í sálfræðilegar orsakir vanda þeirra”. Þetta er í miklu ósamræmi við þau gögn sem matsmaður er með og það sem sagan mín sýnir, en ég var þá búin að leita mér hjálpar og var í endurhæfingu hjá Virk og var búin að vera í reglulegum viðtölum hjá sálfræðingi síðustu tvö árin sem bar mjög mikinn árangur. Eins hafði ég sjálf tekið ákvörðun um að fara í áfengismeðferð í byrjun 2018. Þessi ályktun hjá matsmanni byggist því engan veginn á þeim upplýsingum sem hann hefur um mig, og er því algjört huglægt mat hans. 

Á bls x segir matsmaður ég hafa mistúlkað orð dóttur minnar sem voru meðal annars að hana klæjaði í píkunni því "pabbi skegg kitlar" og "ekki nota marga putta" þegar ég ætlaði að skipta á henni. Matsmaður sýndi því aldrei skilning hversu erfitt það var fyrir mig að átta mig á þessu, og það hefur enginn túlkað þetta öðruvísi, þá sérstaklega ekki í ljósi fyrri brota hans. 

 Á bls. x notast matsmaður við þráð á Reddit sem heimild og þvagfæraskurðlæknis til að fá staðfest að það sé eðlilegt að faðir fái ítrekið holdris í tengslum við barn. Það er ógnvekjandi í svo mikilvægu máli að óformlegur Reddit-þráður vegi meira en vitnisburður, ekki einnar, heldur tveggja systra hans af kynferðisofbeldi hans gegn þeim. Það eitt og sér ætti að gefa ástæðu til að taka málið alvarlegar en matsmaður gerir. Í staðinn fyrir að líta á það sem sterka vísbendingu sem styðji framburð minn og dóttur minnar, þá fer matsmaður alveg í hina áttina og meintur gerandi er sá eini sem fær að njóta vafans í matsgerðinni. 

Að beiðni minni leitar matsmaður ráða hjá Önnu Kristínu Newton sem bendir matsmanni á sálfræðipróf en matsmaður leggur ekki fyrir þessi próf.

Yfir heildina  tel ég alvarlegt að reynt sé að draga úr trúverðugleika minni með atriðum eins og að ég sé ættleidd og að ég bregðist seint við vegna fæðingarþunglyndis, kvíða og fyrri áfengisvandamáls. Hér hefði matsmaður átt að vita takmörk á skilningi sínum á ofbeldi og leita sér ráða hjá sérfræðingum. 

Matsmaður setur fram einhliða túlkun á upplýsingum og virðist á þeirri skoðun að ég sé að bera fram ásakanir vegna stjórnsemi og hefndar í garð barnsföður. Samt er engin ástæða gefin til þess, eða rök færð fyrir því afhverju ég myndi vilja halda henni frá föður sinum, annað en að tryggja öryggi hennar. 

Mér finnst það skína í gegnum alla matsgerðina að samúðin liggi hjá föður. Lítið er gert úr því hversu mikið andlegu veikindi mín eftir fæðingu dóttur minnar geti hafa spilað inn í það að ég hafi ekki getað horfst í augu við eða brugðist við grunsemdum mínum fyrr. Það er gert fremur tortryggilegt að ég hafi beðið með að bregðast við.

Matsmaður aflar sér ekki upplýsinga um viðbrögð mæðra barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi og hvernig þær takast á við slíkar aðstæður. Ég tel að það geti verið algeng viðbrögð að bæla niður eða afneita slíku, sérstaklega ef mæður eru í veikri stöðu vegna heilsuleysis, bágrar sjálfsmyndar eða veikrar félagslegrar stöðu. Miðað við alla rannsóknarvinnuna sem matsmaður tók sér fyrir hendur til að staðfesta frásögn föður, sbr. Reddit lestur og viðtal við Önnu Kristínu Newton, stingur þetta í stúf. 

Auk þess hefur þessi greinilega afstaða hennar með föður, kynferðisbrotamanni, haft beinleinis hættulegar afleiðingar fyrir dóttur mínar. Matsgerðir hafa ótrúlega þungt vægi í forsjámálum, og í okkar tilfelli leiddi þar til þess að föður var í síðustu viku [í Landsrétti - dómi var snúið við í Hæstarétti] dæmd full forsjá yfir dóttur minni. Mér er svipt forsjá fyrir það einungis að gera allt sem er í mínu valdi til þess að tryggja það að dóttir mín þurfi ekki aftur að fara í aðstæður þar sem föður gefst tækifæri á að beita henni frekari ofbeldi.

Ragna Ólafsdóttir er reyndur matsmaður og meðdómari í forsjármálum, og veit vel hversu þungt matsgerðin vegur. Það er vald og ábyrgð sem þessi tiltekni matsmaður kann engan vegin að fara með. 

Þessi matsmaður, sálfræðingur, hefur í starfi sínu valdið mér rosalega miklum sálrænum skaða, bæði vegna framkomu sinnar við mig beint í viðtölum, og vegna ályktana og skrifa hennar í matsgerðinni.

Í ljósi ofangreindra athugasemda óska ég eftir mati ykkar á þessum vinnubrögðum matsmannsins, Rögnu Ólafsdóttur og bið ég um þetta verði tekið alvarlega. 

 

9.    Kvörtun Helgu Sifjar Andrésdóttur dags. 31. mars 2022 til embættis landlæknis vegna Rögnu Ólafsdóttur sem matsmanns í forsjármáli:

 Framkoma matsmanns við yngsta barnið:

Þegar kom að því að matsmaður vildi hafa umgengni við föður undir eftirliti var það gert með þvingun og lygi, og gegn vilja barnsins. Ég set spurningamerki við hvort það sé yfir höfuð í verkahring matsmanns í forsjármáli að þvinga fram umgengni barns við foreldri. Matsmaður mætir heim til okkar og átti þaðan að fara með barnið til föður. Drengurinn er mjög staðfastur í því að vilja ekki fara, en matsmaður segir við drenginn að mamma hans vilji að umgengni fari fram, sem er ekki rétt því ég hef alltaf leyft honum að ráða ferðinni. Matsmaður skipar mér að klæða hann í skó, sem ég geri á meðan að hann og stóra systir hans gráta bæði. Matsmaður leiðir svo drenginn út í bíl þar sem hún setur hann í framsæti bílsins og ekki með púða, sem er ekki í samræmi við öryggisreglur um börn í bíl.

Að umgengni lokinni kemur drengurinn heim í uppnámi, en matsmaður reynir samt sem áður að fá hann til að samþykkja umgengni helgina á eftir, sem hann neitar. Matsmaður tekur þá mig, undirritaða, afsíðis og reynir að tala mig til. Matsmaður segir að ég sé að bregðast í mínum forsjárskyldum að geta ekki talað börnin til og koma umgengni að, að það væri núna mitt hlutverk fyrir næstu helgi. Ég sagðist ekki geta farið svona harkalega að því, þar sem sjúkdómseinkenni drengsins hafi nú þegar blossað upp í aðdraganda þessara heimsóknar. Matsmaður hafði vitneskju um alvarlegan og sársaukafullan sjúkdóm sem bregst illa við streitu og álagi, en tók ekkert tillit til þess.

Matsmaður kennir mér um að valda barninu kvíða fyrir umgengnina. Umgengnin næstu helgi gat svo ekki farið fram vegna þess að sjúkdómseinkenni drengsins jukust í kjölfar síðustu heimsóknar/umgengni (sjá meðfylgjandi læknisvottorð).Framkoma matsmanns við miðjubarnið:

Í viðtölum var matsmaður ítrekað að reyna að koma samviskubiti yfir á stelpuna fyrir að vilja ekki hitta föður. Meðal annars sagði matsmaður við hana að faðir sakni þeirra og gráti oft vegna þess hvað hann sakni þeirra mikið. Matsmaður segir við [barnið] að hann er einn púslubiti fjölskyldunnar og að henni mun aldrei líða eins og hún sé heil ef hún hafnar umgengni við föður sinn. Matsmaður sagðist sjálf hafa rofið sín eigin tengsl við sinn eigin föður í æsku, og það hafi verið henni erfið reynsla, og varpar síðan eigin reynslu yfir á dóttur mína, hvort hún ætli að gera sömu mistök. Dóttir mín upplifði mikla reiði gagnvart þessu, og eins og var verið að þvinga hana að skipta um skoðun.

Samskipti matsmanns við elsta son minn:

Sonur minn bjó með föður hinna barnanna, í 12 ár og varð fyrir miklu ofbeldi af hans hálfu. Matsmaður kom í heimsókn til okkar og sagði við son minn að hún myndi svo vilja fá að ræða við hann líka, en hann var aldrei kallaður í viðtal. Þegar ég spurði út í það sagði matsmaður hann einfaldlega ekki koma þessu máli við, þar sem þau eru ekki alsystkini. Sonur minn var þá búinn að gera alvarlega tilraun að taka eigið líf, vegna aðstæðna sem hann bjó við á heimilinu þar sem faðir beitti honum ofbeldi og lagði honum í einelti. Geðlæknir hans frá BUGL var fenginn til þess að skrifa skýrslu (sjá viðhengi) til að leggja inn í matið, en þegar kemur að því þá neitar matsmaður að taka við skýrslunni. Mér var mjög brugðið og sendi lögmanninum mínum email. Í kjölfar þess sendi hann fyrirspurn varðandi þetta á Rögnu, sem svarar “Hvað er eiginlega að [nafn móður]? Afhverju spyr hún mig ekki ef það er eitthvað í stað þess að hlaupa klagandi til þín?”. Sjá meðfylgjandi myndir af þessum samskiptum. Ég geri alvarlega athugasemd við ófagleg orðaskipti matsmanns við lögmann minn, um mig og að hún segi að það sé eitthvað að mér vegna þess að ég leiti til míns lögmanns með mínar áhyggjur af að hún neiti að fjalla um gögn í matsgerð.

 Varðandi matsgerðina:

Á bls. X skrifar matsmaður að, að sögn lögmanns móður treysti börnin sér ekki í umgengni við föður. Í næstu setningu segir matsmaður að hann “mun reyna að koma umgengni að”. Það er því skýrt frá byrjun hver ætlun matsmanns var og að rödd mín og barnanna voru höfð að engu. Á bls X í kaflanum „umgengni föður við börn“ lýsir matsmaður svo sjálfur hversu hart var gengið á því að koma börnunum í umgengni við föður. Hér var matsmaður að koma samviskubit yfir á mig, segja að það væri mér að kenna að börnin vildu ekki umgengni, því ég var ekki nógu ákveðin í að senda þau. Eins og kom marg oft fram í viðtölum og kemur líka fram í matsgerðinni hef ég alltaf sagt við börnin að ég styð þau í því sem þau kjósa að gera, en þar sem þau eru bæði hrædd við föður vegna ofbeldishegðunar hans gagnvart mér, þeim og bróður þeirra, vilja þau einfaldlega ekki umgangast föður. Þessu hafnaði matsmaður og reyndi ítrekað að pína þau, og helst yngsta barnið, í umgengni. Eftir eitt skipti, sem lýst var hér ofar, var mér mjög brugðið og í mikilli vanlíðan vegna framkomu matsmanns við mig, sem ég ræddi við lögmann minn. Ég upplifði mig kúgaða út í horn af matsmanni og að eina leiðin til þess að sýna mig góða væri að segjast vilja að börnin fari í umgengni, og láta það gerast, sem ég vissi þó væri gegn þeirra óskum.

Lýsing matsmanns á hvernig var farið að því að koma umgengni að, og eins upplifun drengsins á meðan að umgengni stóð, eru í engu samræmi við hvernig þetta fór fram (lýst hér ofar). Reynir matsmaður hér að fegra bæði framkomu hans við okkur öll, en eins líðan drengsins. Eins og nefnt var hér fyrir ofan var þetta ótrúlegt álag, sem drengurinn þoldi illa þá sérstaklega vegna undirliggjandi sjúkdóms hans. Matsmaður braut hér harkalega á rétt barnsins mins, þegar hann fór fram með offorsi að koma umgengni að.

Neðst á bls. X, í viðtali við dóttur mína, leggur matsmaður ábyrgð yfir á mig fyrir framkomu föður við hana, þegar hún lýsir hvernig hann hafi komið við sig á kynferðislegan hátt. Matsmaður spyr hvort henni finnist ekki undarlegt að ég hafi ekki stoppað hann, og virðist það vera gert bæði til þess að láta hana efast um að eitthvað óeðlilegt hafi gerst, og eins setja skömm á mig, móður hennar, fyrir að hafa ekki getað staðið upp gegn föður þegar hann var að beita ofbeldi. Þetta sýnir vanþekkingu matsmanns á viðbrögðum þolanda þegar þau eru beitt ofbeldi.

Á bls 28 í sama kaflanum, kemur enn og aftur fram hversu mikið matsmaður þrýsti á að dóttir mín verði að hitta föður. Í þessu viðtali er hennar afstaða og upplifun af ofbeldi af hans hálfu einfaldlega hunsuð, og matsmaður endar með að lesa yfir dóttur minni hve mikilvæg tengsl eru, að fjölskyldan hennar verður ekki heil ef þessi púslbiti vantar. Tel ég þetta vera gaslýsing og ótrúleg vanvirðing gagnvart barni sem er fullfært um að tjá sínar skoðanir. Framkoma matsmanns enn og aftur hlutdræg föður, og gengur matsmaður ítrekað mun lengra en að einfaldlega leggja mat á stöðu og afstöðu þeirra sem eiga hlut í málinu.

Ég geri athugasemd við að matsmaður kalli hegðun föður gagnvart eldri syni mínum, harðræði, en taldi enga ástæðu til að ræða við son minn þar sem hann kæmi málinu ekki við og neitaði að taka við greinargerð frá BUGL þar sem ofbeldi föður var staðfest.

Það er ljóst í framkomu matsmanns við okkur öll, undirritaða og barnanna minna, að markmið hans var að koma umgengni að. Var þetta gert með að beita okkur kúgun og þvingun. Aldrei sýndi matsmaður afstöðu okkar skilning eða virðingu, né virti ósk þeirra um að vilja ekki hitta föður.

Þegar Ragna var vitni í dómnum þá byrjaði Ragna að ræða við meðdómara, Þorgeir Magnússon, sem einnig er sálfræðingur, um þeirra skoðanir á mér sem öðrum dómara þótti óviðeigandi og út fyrir öll mörk og var stoppað af.


10. Kvörtun Bryndísar Ásmundsdóttur vegna Gunnars Hrafns Birgissonar til embættis landlæknis dags. 26. ágúst 2021:

 Matsmaður er hlutdrægur í mati sínu, en þar sem aðilar fá svipaða niðurstöðu á prófum eru þær settar fram á mjög ólíkan hátt. Niðurstöður föður eru settar fram á mun jákvæðari hátt en niðurstöður mínar, jafnvel þó svo að niðurstöður aðila séu þær sömu. Þá virðist almennt mikið gert úr mínum brestum á meðan lítið er gert úr brestum föður og matsmaður því alls ekki óhlutdrægur í mati sínu. 

Þá gengur matsmaður það langt að hann sest í raun í dómarasætið varðandi ofbeldi föður gagnvart mér þar sem hann lýsir föður í raun saklausan, með vísan til framburðar hans og þrátt fyrir lögregluskýrslur, framburð vitna og vitnisburð annarrar barnsmóður föður um ofbeldi. Hann lætur þó ekki þar við sitja heldur gerir mér upp falskar minningar um ofbeldið sem er órökstutt með öllu og með öllu ófagleg greining þar sem falskar minningar eru í besta falli umdeilt hugtak. Auk þess sem framburður minn um ofbeldi af hálfu barnsföður styðst við framburð vitna hjá lögreglu og framburð annarrar barnsmóður hans. Ekki eru kannaðar frásagnir annarra um ofbeldi og er alfarið litið framhjá framburði fyrrum barnsmóður sem varð fyrir ofbeldi og ekki rætt við son hans sem varð fyrir ofbeldi af hans hálfu skv. framburði mínum. 

Þá er í matsgerð áberandi lítið af mælitækjum. Ekki eru notaðir skimunarlistar sem mæla þunglyndis- og kvíðaeinkenni og heldur ekki mælitæki sem meta einkenni persónuleikaraskana - en matsmaður leyfir sér samt sem áður að greina mig með persónuleikaröskun, en tilgreinir ekki hvaða persónuleikaröskun ég er með. 

Matsmaður túlkar mikið útfrá persónuleikaprófi sem er úrelt og mjög umdeilt og er ekki notað neins staðar nema í forsjármálum af sumum matsmönnum. Það er ekki staðlað á Íslandi og er með mjög slakan innri áreiðanleika. Einnig er innbyggð kynjaskekkja á mælikvarða sem mælir hvort fólk sé að fegra sig á prófinu (L-kvarði). 

Varðandi neyslu þá gerir matsmaður þá ályktun að ég sé í neyslu lyfja útfrá framburði barnsföður en lítur framhjá því að Barnavernd taldi enga neyslu eða áfengisneyslu í gangi hjá mér og að geðlæknir minn telji mig ekki eiga í vandræðum með lyfjanotkun. 

Áfengissaga föður er nefnd en í niðurstöðu kafla er hann sagður vera edrú, án þess að neitt sé í matsgerð sem styðji þá fullyrðingu og fær faðir því ólíka meðferð hjá matsmanni sem á að vera hlutlaus fagaðili. 

Matsmaður svarar ekki spurningum um hvort barn sé beitt eða gæti verið beitt ofbeldi hjá föður, þar sem hann ræðir ekki við önnur börn hans og spyr ekki drenginn sem um ræðir hvort faðir hafi beitt hann ofbeldi eða hvort óregla eða rifrildi sé á heimilinu, þrátt fyrir að í málinu liggi fyrir hljóðupptaka þar sem tveir synir föður ræða saman um framkomu föður við þá. 

Aðeins er rætt við dreng í gegnum föður og á heimili hans, en ekki á heimili mínu sem er jafnframt lögheimili drengsins. 

Þá fékk ég ekki tækifæri til þess að fara yfir og staðfesta þær upplýsingar sem fram koma í matsgerð líkt og staðhæft er í matinu og hafði hann rangt eftir mér í matsgerðinni. Þrátt fyrir að hafa leitast eftir því sjálf í tölvupósti (sjá fylgigagn). Auk þess sem að einhverju leyti er rangt haft eftir þeim aðilum sem matsmaður ræddi við vegna matsins. 

Þá var ekkert rætt við skóla barnins. 

Ekki sóttist matsmaður eftir nýjustu gögnum frá barnaverndarnefnd, heldur var aðeins stuðst við gömul gögn þrátt fyrir vitneskju um að nýleg gögn væri að vænta. 

Framkvæmd matsins var ekki í samræmi við góða starfshætti þar sem ekki var tekið tillit til veikinda minna og ekki tekið tillit til þessa álags sem fylgdi því að fara í gegnum svona mat. Þar sem matsmaðurinn var á mínu heimili 9 klst. þar sem ég var látin þreyta próf í framhaldi af löngu samtali við matsmann þar sem farið var yfir mjög erfiða sögu, þar á meðal erfiða æsku og ofbeldi af hálfu maka. 



 

 

 

Previous
Previous

Fundur með Ásmundi Einari Daðasyni; hagsmunir barna trompa allt annað

Next
Next

Fundur með dómsmálaráðherra