Líf án ofbeldis
Samtökin Líf án ofbeldis eru baráttusamtök mæðra og uppkominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi í umgengnis- og forsjármálum.
Krafa Lífs án ofbeldis til yfirvalda
Tryggjum öryggi barna í réttarákvörðun um líf þeirra í forsjár- og umgengnismálum. Við krefjumst þess að sjálfstæð mannréttindi barna í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna séu virt í réttarákvörðun sýslumanna, dómara og dómsmálaráðuneytis og í barnavernd. Börn eiga rétt til að hafa skoðun á sínum lífsaðstæðum og til verndar frá hverskyns ofbeldi. Mannréttindi barna eru skilgreind sem sjálfstæð á Íslandi, óháð réttindum foreldra. Réttur foreldris til umgengni eða samskipta við barn má ekki vera sterkari en réttur barns til verndar frá ofbeldi.
Nýjar fréttir
Söfnun fyrir Helgu Sif sem berst fyrir mannréttindum sonar síns
Raddir mæðra og barna
“Sama hvernig allt velkist mun ég aldrei skilja hvernig einhver sannfærir sjálfan sig um að fullorðinn aðili segi satt um meint brot sín en ekki 7 ára barn og móðir þess, jafnvel þó að hann sé karl í karlaveldi.”
— Móðir
“Það er engin hjálp í að hvetja þolendur og fólkið í kring til að "segja frá", "kalla á hjálp" ef kerfið á hinum endanum er ekki í stakk búið til að veita þolendum algjört skjól frá ofbeldinu.”
— Uppkomið barn
“Í staðinn fyrir að að túlka viljaleysi mitt til að láta barnið mitt í eftirlitslausa umgengni við barnaníðing sem ábyrgð, sem ég er að sýna sem foreldri þess, og að ég set hagsmuni og velferð barnsins okkar í fyrsta sæti, er það túlkað sem óhlýðni.”
— Móðir
“Má ég vera frjáls frá pabba mínum? Og allir hinir krakkarnir öruggir? Pabbi minn gerir mig stressaðan. Ég er hræddur um að hann meiði mig. Ég vil ekki fara til sýslumanns aftur.”
— 9 ára barn skrifar